Félagsgjöld og BHM
Að verða félagi, félagsgjöld og aðild að BHM
Fyrst er að sækja um á eyðublöðum sem fást á skrifstofu, mynd og afrit af námsferli og verkefnaskrá þarf að fylgja. Athugið að þó viðkomandi greiði félagsgjöld vegna vinnu hjá atvinnuleikhúsum þarf samt að sækja um aðild. Óheimilt er að taka fólk inn í félagið nema það sækist eftir því sjálft og gjaldið sem er dregið af viðkomandi er þóknun til félagins fyrir að nýta samninga sem gerðir hafa verið fyrir félagsmenn.
Ef umsækjandi hlýtur náð fyrir augum inntökunefndar þá greiðir hann inntökugjald kr. 7.500.- Félagsgjald er greitt mánaðarlega skv. flokki A – B eða C. Þegar inntökugjald hefur verið greitt og samið um greiðslu mánaðargjalds, öðlast viðkomandi full félagsréttindi og fær í hendur félagatal og lög FÍL ásamt félagsskírteini sem veitir honum rétt á frímiðum / aflsáttarmiðum á sýningar hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar og Íslensku Óperunni, auk hina ýmsu sýninga hjá Sjálfstæðu leikhúsunum sem auglýsa tilboð sín sérstaklega.
Athugið að félagsgjald í FÍL veitir ekki rétt í sjóði BHM. Þeir sem starfa skv kjarasamningum FÍL við sviðslistastofnanir verða sjálfkrafa aðilar að sjóðum BHM vegna framlags vinnuveitenda en nokkra mánuði tekur að vinna sér inn fullan rétt til styrkja. Fari félagsmaður FÍL af launum hjá sviðslistastofnun þar hann sjáfur að gæta þess að viðhalda rétti sínum hjá BHM með því að greiða sjálfur mánaðarlega eða tilgreina BHM sem viðtakanda sjóðagreiðslna til næsta vinnuveitanda.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar sem velja að greiða til BHM og í sjóði bandalagsins senda mánaðarlega inn skilagrein með launaupphæð og fá rukkun í heimabanka. Sjá link hér fyrir neðan
Félagsgjöld í FÍL |
Fyrir vinnuveitendur - leggið inn á reikning FÍL 0513-26-9666 kt; 5301697319 og sendið skilagrein á fil@fil.is |
Einstaklingar greiða félagsgjöld; Með innheimtuseðli í heimabanka. |
A félagsmenn - Þeir sem starfa hjá leikhúsunum greiða 1% af heildarlaunum til FÍL |
A félagsmenn - Sjálfstætt starfandi í 50 - 100% starfi við leiklist / leiklistartengd verkefni - mánaðargjald 5000 |
B félagsmenn - hafa minna en 50% vinnu af leiklist - mánaðargjald 3750 |
C félagsmenn - hafa enga vinnu af leiklist - mánaðargjald kr. 2500 |
D félagsmenn - nemar, eldri borgarar, búsettir erlendis kr. 0 |
BHM
Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði
Bandalag háskólamanna var stofnað 23. október 1958. BHM er bandalag hagsmunatengdra félaga og/eða stéttarfélaga sem starfa að fag- og vinnumarkaðslegum málefnum félagsmanna sinna. Aðildarfélög BHM eru 24 með rúmlega 18.000 félagsmenn innan sinna raða.
Meðal verkefna BHM er að:
- Styðja við starf aðildarfélaga.
- Efla þekkingu félagsmanna á kjara- og réttindamálum.
- Semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál skv. umboði.
- Gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum.
- Hafa frumkvæði að umræðu um háskólamenntun og stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði.
Gjöld til BHM
Stéttarfélagsnúmer FÍL er: 954