Samningar

Sjónvarp og kvikmyndir

FÍL hefur gildan samning við RÚV er varðar framleiðslu á leiknu efni fyrir sjónvarp.   Útgangspunkturinn er að leikari er ráðinn í 6 klst (hálfur dagur) eða 10 klst (heill dagur)  Varðandi laun er ákveðið grunngjald fyrir klukkustundina en leikarar fá aldursálag og einnig er greitt álag fyrir frumsýningu og endursýningu - sjá nánar hér fyrir neðan

RÚV sjónvarp tímalaun m álagi 2020

RÚV sjónvarp samningur laun 2020

Kvikmyndasamningi FÍL og SÍK var sagt upp af hálfu FÍL.   Ástæða uppsagnar var mikil óánægja félagsmanna með samninginn og vanefndir framleiðanda.

Útvarp - RÚV

Samningurinn er frá 2004 og launatölur frá 2005.   Viðræður standa yfir við RÚV vegna þessa samnings og það er öllum frjálst að fara fram á hærri laun en samningurinn segir, nú eða hafna verkefnum ef ekki næst samkomulag um launagreiðslur.
RÚV hljóðvarp 2004

Leikhús - leikarar

Markmið FÍL er að samningar leikara við leikhúsin séu sem líkastir enda vinnan sú sama.  Það er þó örlítill munur, bæði á mánaðarlaunum og sýningalaunum.   Einnig eru ákvæði varðandi heimavinnu mismunandi eftir leikhúsum.
MAk - leikarar
LR - Leikarar
Þjóðleikhús leikarar

Leikhús - leikmynda og búningahöfundar

Samningar FÍL og leikhúsanna varðandi Leikmynda og Búningahöfunda eru ekki eins uppsettir en heildarlaun fyrir verkefni ættu hins vegar að vera sambærileg.  Unnið er að samningi við MAk vegna LM/BÚN

LM-BÚN-samn-SA-LR frá 2020

Samningur LR v. LMBÚN 2016 með viðbót


LM- Bún þjóðleikhúsið uppfærður heildarsamningur apríl 2020

Samningur MAk v. LMBÚN 2020

Auglýsingar - samningsform

Hér er samningsform vegna auglýsinga - engar tölur

SAMKOMULAG V. AUGLYSINGAVINNU