RÚV

Sjónvarp

FÍL hefur gildan samning við RÚV er varðar framleiðslu á leiknu efni fyrir sjónvarp.   Útgangspunkturinn er að leikari er ráðinn í 6 klst (hálfur dagur) eða 10 klst (heill dagur)  Varðandi laun er ákveðið grunngjald fyrir klukkustundina en leikarar fá aldursálag og einnig er greitt álag fyrir frumsýningu og endursýningu - sjá nánar hér fyrir neðan. Ef smellt er að skjalið Taxtar má finna heildartaxta fyrir tökudaga - bæði launþega og verktakaupphæð.

RÚV sjónvarp – heildarlaunatölur 2024

RÚV sjónvarp samningur laun 2024 – launþegar

Kvikmyndasamningi FÍL og SÍK var sagt upp af hálfu FÍL.   Ástæða uppsagnar var mikil óánægja félagsmanna með samninginn og vanefndir framleiðanda.

Hljóðvarp

Samningurinn er frá 2004 og launatölur frá 2005.   Viðræður standa yfir við RÚV vegna þessa samnings og það er öllum frjálst að fara fram á hærri laun en samningurinn segir, nú eða hafna verkefnum ef ekki næst samkomulag um launagreiðslur.

Rúv hljóðvarp