View Profile

Tómas Howser

  • 29 ára
  • Leikari

Tómas Howser útskrifaðist árið 2022 af leikarabraut Guildford School of Acting í Englandi.

Tómas lék í sínu fyrsta leikriti í London í leikritinu Love (to) Bits sem var frumsýnt í júní 2022 í Baron‘s Court Theatre við góðar undirtektir. Tómas hefur leikið í ýmsum erlendum verkefnum eftir útskrift þar á meðal sjónvarpsþáttum, stuttmyndum, tónlistarmyndböndum og auglýsingum. Hann ferðaðist um England með leikritið Fantastic Fred í lok árs 2022.

Tómas fór með eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttunum The Waking of a Nation sem voru framleiddir af Sony og kom hann fyrir í öllum sex þáttum. Þættirnir komu út í mars 2025.

Tómas lék stórt hlutverk í íslensku kvikmyndinni Þrot sem kom út sumarið 2022, myndin var tilnefnd til Eddunnar fyrir besta handrit og bestu leikstjórn.

Tómas lék einnig í sjónvarpsþáttunum Húsó sem voru sýndir á RÚV í ársbyrjun 2024.

Tómas lék aðalhlutverkið í Icelandair auglýsingu sem kom út sumarið 2023.

Tómas var einnig einn af spurningahöfundum sjónvarpsþáttanna Kviss sem nutu mikilla vinsælda á Stöð 2. Einnig skrifaði hann spurningar fyrir spurningaspilin PöbbKviss og KrakkaKviss.

Hægt er að smella á Vefsíðutengilinn neðar á síðunni til að sjá Showreel og fleiri Headshot af Tómasi.

Nánari upplýsingar

Hæð: 190cmMenntun: Guildford School of Acting - BA ActingHæfileikar: Söngur, gítar, handritsskrif, leikstjórn, langhlaup og fótbolti.

Umboðsskrifstofa

Twenty-Nine Five Group

Linkar

VefsíðaIMDB

Showreel