View Profile

Sólveig Guðmundsdóttir

  • 47 ára
  • Leikari

Sólveig Guðmundsdóttir er fædd árið 1977. Hún lærði leiklist við The Arts Educational School í London og útskrifaðist árið 2002.
Sólveig er ein af stofnendum Kvenfélagsins Garps og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga með sjálfstæðum leikhópum – m.a. með Hafnarfjarðarleikhúsinu, GRAL, Opið út, Rauða þræðinum, Leikhúsinu 10 fingrum og Óskabörnum ógæfunnar.
Helstu hlutverk Sólveigar á leiksviði eru; Dís í Gunnlaðar sögu, Una í Svörtum fugli, Jórunn í Með horn á höfði, Dóri Maack í Pörupiltum, Pozzo í Beðið eftir Godot, Hjartadrottningin í Lísa í Undralandi hjá MAK, Agnes í Illsku og Sóley Rós í verkinu Sóley Rós ræstitæknir sem Sólveig skrifaði ásamt Maríu Reyndal leikstjóra. Sólveig lék einnig í EFI – dæmisaga í Þjóðleikhúsinu, Hans Blær hjá Óskabörnum ógæfunnar og í Svartlyng hjá GRAL leikhópnum. Þá starfaði hún hjá Borgarleikhúsinu frá 2019 til 2024.

Sólveig hefur farið með hlutverk í hinum ýmsu útvarpsverkum sem og í kvikmyndunum. Þar má helst nefna; Mannasiðir, Andið eðlilega, Lof mér að falla, Tryggð, Darkness, Pabbahelgar, Húsó, Cold Haven og Fjallið.

Barnaleikritið Lífið sem hún vann með leikhópnum 10 fingrum hlaut tvenn Grímuverðlaun árið 2015 og hefur verkið verið sýnt á barnaleikhúshátíðum víða um heim við frábærar undirtektir.

Sólveig hlaut Grímuverðlaun árið 2017 í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Sóley Rós ræstitæknir en leikritið hlaut einnig verðlaun sem Leikrit ársins. En Sólveig skrifaði verkið ásamt Maríu Reyndal.

Sólveig hlaut einnig Grímuna sem leikkona ársins í aðalhlutverki árið 2019 fyrir leik sinn í Rejunion eftir Sóleyju Ómarsdóttur. Þá hlaut Sólveig Menningarverðlaun DV 2017 fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós.

Nánari upplýsingar

Hæð: 168 cmMenntun: BA í leiklist frá The Arts Educational School of Acting 2002Hæfileikar: Enska, trúðatækni, drag, vanur kennari og aðstoðarleikstjóri, mikil reynsla af spunavinnu.

Umboðsskrifstofa

Móðurskipið

Showreel