View Profile

Magnús Jónsson

  • 59 ára
  • Leikari

Magnús Jónsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991. Var fastráðinn við Borgarleikhúsið frá útskrift til 1995. Síðan þá hefur hann haft viðkomu í öðrum atvinnuleikhúsum með hléum. Svo sem Leikfélagi Akureyrar og Þjóðleikhúsinu.
Meðal helstu leikhlutverka eru Pryor Walter í Englar í Ameríku (LR) Mikki í Blóðbræður (LR) Frank N Furter í Rocky Horror (LA) Master of Ceremony í Kabaret (Óperan) Eisenring í Brennuvörgunum (Þjóðleikhúsið) Kaifas í Jesus Christ Superstar (LR) Sævar í Hvörfum (LAB LOKI) Draugurinn í Gretti (LR) Magnús hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í gegnum tíðina og er hans þekktasta hlutverk eflaust Logi Traustason í Réttur/CASE sjónvarpsþáttunum. Hann er einn af stofnendum Gus Gus og starfaði með þeim í fimm ár eða þar til hann hætti árið 2000 til að gefa út einherja plötuna BLAKE. Hann hefur lesið inn á ógrynni af teiknuðum kvikmyndum og er meðal annars Bósi Ljósár Íslands. Magnús starfar jöfnum höndum sem leikari, tónlistarmaður og listmálari.

Nánari upplýsingar

Hæð: 183cmMenntun: Leiklistarskóli Helga Skúlasonar 1986 – 87 Leiklistarskóli Íslands 1987 - 1991 Trúðanámskeið hjá Julien Cottereou 2004 Skapandi skrif - Þorvaldur Þorsteins 2010

Umboðsskrifstofa

cai@cai.is