View Profile

Vincent Kári van der Valk

  • 38 ára
  • Leikari

Vincent Kári hefur leikið í þjóðleikhúsinu NTGent í Belgíu sem er nú undir forystu Milo Rau, í Þjóðleikhúsi Hollands, hjá Toneelgroep Oostpool, Theater Utrecht, Toneelschuur Producties og víðar. Þá kom hann fram með Berlínarleikhópnum Andcompany&Co í Þýskalandi.

Á vordögum 2018 lék hann hlutverk Platonovs í samnefndu leikriti Tjékofs hjá Theater Utrecht en ári síðar fór hann með titilhlutverkið í Caligula eftir Albert Camus einnig hjá Theater Utrecht. Fyrir dauðasenu sína sem Caligula hlaut Vincent Kári Gyllta eiturbikarinn á Nederlands Theater Festival. Ári síðar vann hann hin virtu Arlecchino verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn sem Louis í Englum í Ameríku. Vincent Kári samdi og lék verkið Immens á leiklistarhátíðinni Oerol 2019. Fyrir það hlaut hann hin eftirsóttu leikritunarverðlaun Toneelschrijprijs árið 2020 og var sýningin valin á Theaterfestival Amsterdam.

Vincent Kári hefur einnig fengist við leiklist í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hann lék aðalhlutverkið í Gluckauf, kvikmynd Remy van Heugten frá 2014. Hann var tilnefndur til Gouden Kalf (Gyllta kálfsins) sem besti leikari í aðalhutverki fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Í fyrra var hann aftur tilnefndur til Gyllta kálfsins sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmyndinni Nocturne (2019).

Í 2022 leikur Vincent Kári í Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson í Þjóðleikhúsinu.

Nánari upplýsingar

Hæð: 189 cmMenntun: Toneelacademie Maastricht, Circle in the Square Theatre School New York

Linkar

IMDB