View Profile

Urður Bergsdóttir

  • 29 ára
  • Leikari & Söngvari

Urður Bergsdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2021. Hún lék burðarhlutverk í útskriftarsýningu leikara á Krufningu á sjálfsmorði eftir Alice Birch í leikstjórn Mörtu Nordal og Önnu Maríu Tómasdóttur í Þjóðleikhúsinu og í samsköpunarverkinu Requiem for á woman
undir stjórn leikstjórans Uršulė Barto í Litháen. Urður lék einnig í þáttaseríunum Sense8 í leikstjórn Lana og Lilly Wachowski.

Urður vann Músíktilraunir árið 2016 með hljómsveitinni Hórmónar og þar spilaði hún á rafmagnsbassa og söng. Nú er hún gítarleikari dans-performance-pönk-hljómsveitarinnar The Boob Sweat
Gang, sem hefur komið fram á hátíðum eins og Reykjavík Dance Festival, Norðan Paunk og núna síðast á Upprásinni í Hörpu.

Árið 2024 debúteraði hún í sýningunni And Björk of Course í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur sem sýnd var hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu. Um sumarið framleiddi hún og lék í leikritinu Ég er ekki Jóhanna af Örk sem er nýtt íslenskt verk eftir Berg Þór Ingólfsson sem sýnt var í Háskólabíó.

Urður stígur nú aftur á svið á Akureyri í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin og í barnasýningunni Jóla-Lólu.

Nánari upplýsingar

Hæð: 173 cmMenntun: BA - Listaháskóli Íslands LeikarabrautHæfileikar: Söngur / Dans / Hef lágmarks kunnáttu á túbu, gítar og bassa

Linkar

FacebookIMDB