View Profile

Níels Thibaud Girerd

  • 30 ára
  • Leikari

Níels Thibaud Girerd (1993) er leikari og sviðslistamaður sem lauk BA gráðu frá Leikarabraut Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands árið 2021. Fyrir það hafði hann tekið þátt í alskonar leik-og sviðslistatengdum verkefnum auk dagskrárgerðar og framleiðslu. Níels starfaði hjá Morgunblaðinu og 365 miðlum frá árunum 2010 – 2015 og kom að yfir 100 þáttum fyrir vef og sjónvarp. Á árunum 2020 – 2021 framleiddi og leikstýrði Níels þáttunum „Óperuminning“ sem var samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og RÚV í tilefni 40 ára afmælis Íslensku óperunnar.

Á árunum 2015 – 2017 starfaði Níels sem sýningarstjóri og aðstoðarleikstjóri við Íslensku óperunnar, kom hann meðal annars að sýningunum á borð við Mannsröddin, Évgení Ónegin sem tilnefnd var til Grímunnar sem sýning ársins 2017, Toscu og Brothers. Auk þess hefur Níels leikstýrt óperunum Rabbi Rafmagnsheili eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Örlagaþráðum og Hrafntinnu fyrir Íslensku óperuna. Meðal annarra leikstjórna verkefna Níelsar má nefna helst söngleikinn Syngjandi í Rigningunni í Víðistaðaskóla, Ég og minn bipolarbróður fyrir skapandi sumarstörf Seltjarness og Allir á Svið hjá Verzlunarskóla Íslands.

Frá útskrift við Listaháskólann hefur Níels leikið í Stundinni okkar fyrir Ríkissjónvarpið en það sjónvarpsefni var tilnefnt í flokki Barna- og unglingaefnis ársins á Eddunni 2022.