View Profile

Kristín Pétursdóttir

  • 32 ára
  • Leikari

Kristín er fædd árið 1992 og býr í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Hennar fyrsta verkefni sem leikkona var hlutverk í myndinni Óróa (2010) og hafði þá leikið í ýmsum verkum í menntaskóla og hjá áhugaleikfélögum.

Kristín útskrifaðist af leikarabraut frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Á meðan á náminu stóð lék hún aðalhlutverk í þáttunum Fólkinu í blokkinni fyrir RÚV (2013) og í Áramótaskaupinu árið eftir. Hún hefur þar að auki verið rödd Coka Cola á Íslandi síðan árið 2016 og leikið í ýmsum auglýsingum. Hennar síðasta verkefni á sviði var danska leikritið Mæður sem sýnt var í Iðnó í febrúar sl. og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Kristín lék síðast í bíómyndinni Natatorium sem kemur út á haustdægrum 2023 á Íslandi.

Kristín heldur auk þess úti stórum samfélagsmiðlareikningi á Instagram undir nafninu ‘kristinpeturs’ þar sem hún er með tæpa 22 þúsund fylgjendur og hefur nýtt sér það sem starfsvettvang bæði í gríni og auglýsingum

Nánari upplýsingar

Hæð: 167Menntun: BA, leiklist frá Listaháskóla Íslands

Umboðsskrifstofa

Móðurskipið