View Profile

Ingibjörg Jara Sigurðardóttir

  • 40 ára
  • Leikmyndahönnuður & Búningahönnuður

Ingibjörg Jara Sigurðardóttir lauk MA-gráðu í leikmynd- og búningum frá Universität der Künste í Berlín hjá próf. Hartmut Meyer. Hún hefur unnið leikmyndir og búninga m.a. fyrir Schaubühne, Maxim Gorki Theater og Sophiensäle í Berlín, WLB Esslingen í Stuttgart, Opera Zuid í Maastricht, Sinfoníuhljómsveit Íslands/RÚV/Hörpu og Borgarleikhúsið í Reykjavík. Auk þess var hún aðstoðarleikmyndahöfundur í Berliner Ensemble, Deutsches Schauspielhaus Hamburg, Deutsche Oper Berlin og í Skuespilhuset í Kaupmannahöfn.

Ingibjörg vinnur jöfnum höndum sem sýningahöfundur og hefur, í samvinnu við Visionis Reykjavík, unnið sýningar fyrir Náttúruminjasafn Íslands, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Hönnunarsafn Íslands og Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin Vatnið í Náttúru Íslands vann til Red Dot hönnunarverðlaunanna 2019 og var tilnefnd til Evrópsku Safnaverðlaunanna 2022.

Nánari upplýsingar

Menntun: MA Bühnenbild / leikmynd, Universität der Künste Berlin

Linkar

Vefsíða