View Profile

Hólmfríður Hafliðadóttir

  • 25 ára
  • Leikari & Söngvari

Hólmfríður Hafliðadóttir útskrifaðist sem leikkona vorið 2024 úr Listaháskóla Íslands. Hún lék í þremur uppfærslum í sumarleikhúsi Afturámóti sumarið 2024 og einleikurinn hennar Flokkstjórinn hefur verið sýndur síðustu þrjú sumur og hlotið styrki meðal annars úr Menningarsjóði Kópavogs, Seltjarnarnesbæ, Grundafirði og Vesturbyggð. Hún hefur verið í sýningarhópi Improv Íslands frá því í janúar 2022 og hefur kennt grunnámsskeið í spuna. Hún hefur einnig reynslu af kynnastörfum en hún var kynnir Barnamenningarhátíðar í Hörpu 2023 og í Skrekk 2021. Hún talsetti nýverið nýtt íslenskt barnaefni um íslensku málhljóðin: Lubbi finnur málbein. Þættirnir eru á Sjónvarpi Símans og hafa notið gríðarlegra vinsælda.

Hún lék í stuttmyndinni The Bride (Brúðurin) 2023, sem hlaut verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina á RIFF, valin á OFF og hlaut sérstaka viðurkenningu á PÖFF - í Tallin.

Nánari upplýsingar

Hæð: 170Menntun: BA af leikarabraut Listaháskóla ÍslandsHæfileikar: miðpróf í klassískum söng, selló, sænska, skautar

Umboðsskrifstofa

Creative Artists Iceland

Linkar

IMDB

Showreel