View Profile
Aníta Rós
- 28
ára
- Leikari, Dansari, Söngvari & Danshöfundur
Anita Rós er dansari og danshöfundur. Hún stundaði dansnám við Listdansskóla Íslands, Dansskóla Birnu Björns og listdansbraut JSB. Auk þess er hún kennaramenntuð frá Háskóla Íslands. Anita hefur tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum í lista senunni þar sem hún leikur, dansar og syngur.
Anita steig snemma á svið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu í uppsetningum á Gosa og Kardemommubænum. Ásamt því var hún dansari í Latabæ fyrir BBC í fjölda ára bæði í sjónvarpi og á sviði. Í gegnum tíðina hefur hún tekið þátt í uppsetningum á tónleikum, hátíðum og sjónvarpsefni sem dansari og danshöfundur.
Nýlega sem danskapteinn og leikkona í söngleiknum Chicago sem hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna sem sýning ársins. Þar fór hún með hlutverk Haltu-Kjafti Hófíar (Go-To-Hell Kitty) og fangelsiskvendisins Önnu (Annie).
Hún tók einnig þátt í Söngvakeppninni með lagið ,,Stingum af" eftir Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, var danshöfundur fyrir Áramótaskaupið og fjölda tónleika og stórviðburða. Anita hefur einnig dansstýrt átta menntaskólasýningum síðastliðin ár.
Anita er að stíga sín fyrstu skref í að gefa út tónlist og koma fram sem söngkona. Hún kemur fram undir nafninu ANITA og er nýtt efni í vinnslu.
Anita steig snemma á svið í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu í uppsetningum á Gosa og Kardemommubænum. Ásamt því var hún dansari í Latabæ fyrir BBC í fjölda ára bæði í sjónvarpi og á sviði. Í gegnum tíðina hefur hún tekið þátt í uppsetningum á tónleikum, hátíðum og sjónvarpsefni sem dansari og danshöfundur.
Nýlega sem danskapteinn og leikkona í söngleiknum Chicago sem hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna sem sýning ársins. Þar fór hún með hlutverk Haltu-Kjafti Hófíar (Go-To-Hell Kitty) og fangelsiskvendisins Önnu (Annie).
Hún tók einnig þátt í Söngvakeppninni með lagið ,,Stingum af" eftir Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, var danshöfundur fyrir Áramótaskaupið og fjölda tónleika og stórviðburða. Anita hefur einnig dansstýrt átta menntaskólasýningum síðastliðin ár.
Anita er að stíga sín fyrstu skref í að gefa út tónlist og koma fram sem söngkona. Hún kemur fram undir nafninu ANITA og er nýtt efni í vinnslu.