Viðtal við formann FÍL á mbl vegna kjaradeilu leikara og LR

„Mitt starf sem stétt­ar­fé­lags­formaður er auðvitað að vera í hags­muna­bar­áttu fyr­ir lista­menn,“ seg­ir Birna Haf­stein, formaður Fé­lags ís­lenskra lista­manna í sviðslist­um og kvik­mynd­um, í sam­tali við mbl.is í kjöl­far op­ins bréfs þeirra Hrafn­hild­ar Theo­dórs­dótt­ur í Morg­un­blaðinu í dag, en Hrafn­hild­ur er fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins sem hér eft­ir skammstaf­ast FÍL.

Er opna bréfið stílað á stjórn Leik­fé­lags Reykja­vík­ur, hér eft­ir LR, og borg­ar­stjóra og fjall­ar um óheilla­væn­lega launaþróun í Borg­ar­leik­hús­inu þar sem stór­lega hall­ar á lista­menn. Segja bréf­rit­ar­ar ít­rekað hafa verið óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um laun annarra starfs­hópa húss­ins í tengsl­um við kjaraviðræður FÍL og LR síðustu ár og hafi LR jafn­an dauf­heyrst við.

„Þeirri neit­un hef­ur fylgt sú full­yrðing að það sé ákvörðun og lífs­stíll að vinna í leik­húsi og all­ir á lág­um laun­um,“ skrifa þær Birna og Hrafn­hild­ur. Í haust sem leið hafi FÍL hins veg­ar í tvígang fengið send­ingu frá Borg­ar­leik­hús­inu sem inni­hélt upp­lýs­ing­ar um laun allra starfs­manna húss­ins.

Í raun eins og svik

„Voru það mis­tök starfs­manns eða hrein­lega guðleg íhlut­un?“ spyrja bréf­rit­ar­ar og segja leynd­ar­hyggj­una skilj­an­lega í ljósi gagn­anna aðsendu. „Hjarta Borg­ar­leik­húss­ins slær á skrif­stof­unni – í það minnsta launa­lega,“ seg­ir því næst.

„Nú skal ég ekki gagn­rýna að fólk fái góð laun, alls ekki,“ seg­ir Birna við mbl.is, „en þegar við erum búin að kalla eft­ir launa­upp­lýs­ing­um um annað starfs­fólk í Borg­ar­leik­hús­inu í mörg ár og svo kem­ur það í ljós að það er bara risa­stór hóp­ur í hús­inu sem er á mjög fín­um laun­um – þá er það í raun­inni eins og svik og kom­ist hafi upp um eitt­hvert leynd­ar­mál, leik­ar­ar og lista­menn líta bara al­farið svo á,“ held­ur formaður­inn áfram.

Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum, …

Birna Haf­stein, formaður Fé­lags ís­lenskra lista­manna í sviðslist­um og kvik­mynd­um, seg­ir hreint rof hafa mynd­ast milli tveggja hópa sem í Borg­ar­leik­hús­inu starfa. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún seg­ir aug­ljóst að Borg­ar­leik­húsið væri ekki starf­andi ef eng­ir væru þar lista­menn­irn­ir. „Í ofanálag eru dans­ar­ar og dans­höf­und­ar, sem hér­lend­is eru að mestu kvenna­stétt­ir, og við höf­um eytt mörg­um árum í að jafna stöðu þeirra miðað við aðra. Það geng­ur ekki neitt og Borg­ar­leik­húsið neit­ar bara að horf­ast í augu við þetta,“ seg­ir Birna.

„Hin upp­haf­lega póli­tíska ákvörðun hins op­in­bera var að styðja við LR og byggja þannig und­ir leik­list og lista­menn. Í dag er búið jaðar­setja lista­menn í leik­hús­inu, í það minnsta launa­lega, en styðja með mynd­ar­leg­um hætti við yf­ir­stjórn og yf­ir­bygg­ingu,“ held­ur hún áfram.

Leiðrétt­ing tíma­bær og fram­kvæm­an­leg

Stjórn LR beri ábyrgð á þess­ari þróun og borg­ar­yf­ir­völd séu meðvituð um stöðuna. „Hver ætl­ar að bera ábyrgð á þess­ari óheillaþróun? Blas­ir ekki við að stjórn LR og borg­ar­yf­ir­völd þurfi að end­ur­skoða og end­ur­meta stöðu lyk­il­starfs­manna leik­húss­ins, leik­ara og annarra lista­manna, sem eru sann­ar­lega þeir aðilar sem búa til verðmæt­in sem síðan eru seld?“ spyr Birna í fram­hald­inu.

Kveður hún fjár­hags­lega af­komu LR und­an­far­in ár prýðilega og því sé leiðrétt­ing kjara lista­manna hvort tveggja tíma­bær og fram­kvæm­an­leg.

„Er ekki eðli­legt að gera þá kröfu að op­in­bert fé sé skil­yrt með þeim hætti að það nýt­ist til þeirr­ar starf­semi sem upp­haf­lega var ætl­ast til? Borg­ar­yf­ir­völd og stjórn LR geta ekki enda­laust vikið sér und­an ábyrgð á þeirri stöðu sem við blas­ir,“ seg­ir Birna ómyrk í máli.

Hann fékk að verða borg­ar­stjóri

Mörg ár hafi tekið að jafna kjör fram­an­greindra stétta í Þjóðleik­hús­inu og hjá Íslenska dans­flokkn­um, Borg­ar­leik­húsið sitji hins veg­ar á hak­an­um hvað varðar dans­ara og dans­höf­unda. „Og þau bara ætla ekki að gefa sig og við það er ekki hægt að sætta sig árið 2025 – að kvenna­stétt­ir séu und­ir­sett­ar, og hvað þá í stofn­un­um sem rekn­ar eru fyr­ir op­in­bert fé.“

Birna bend­ir auk­in­held­ur á að í samn­ingi LR og Reykja­vík­ur­borg­ar sé kveðið á um að LR skuli starfa sam­kvæmt jafn­rétt­is­stefnu og mann­rétt­inda­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar, „en það er bara ekk­ert gert. Þarna þrífst gríðarlegt ójafn­rétti og ójafn­ræði – í Borg­ar­leik­hús­inu. Borg­ar­stjóri skrif­ar alla jafna und­ir samn­ing við LR og Ein­ar Þor­steins­son gerði það um dag­inn. Hann vildi verða borg­ar­stjóri og hann fékk að verða borg­ar­stjóri en hann vill samt ekki bera ábyrgð á þessu og neit­ar auk þess að hitta okk­ur hjá FÍL og leik­ar­ana á spjall­fundi til að fara yfir mál­in á yf­ir­vegaðan hátt,“ seg­ir Birna með festu og vík­ur síðan máli sínu að for­manni LR, Eggerti Bene­dikt Guðmunds­syni.

„Hann verður að standa und­ir þeirri ábyrgð sem hann biður um. Fólk get­ur ekki bara firrt sig allri ábyrgð. Eggert og stjórn LR neituðu líka að hitta okk­ur, en Eggert hef­ur nú boðað leik­ara á sinn fund ásamt stjórn LR, en sniðgeng­ur okk­ur, full­trúa stétt­ar­fé­lags leik­ara, og það í miðjum kjaraviðræðum. Ég álít það ákaf­lega gróft og vafa­samt gagn­vart leik­ur­un­um að boða þá til fund­ar án aðkomu stétt­ar­fé­lags þeirra í miðjum kjaraviðræðum,“ seg­ir Birna enn frem­ur.

Rof milli lista­manna og annarra starfs­manna

„Ég hef líka margoft rætt við Dag B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, vegna þess­ara kvenna­stétta og ég bara get ekki séð hvernig þessi staða í dag eigi eitt­hvað skylt við upp­haf­legt er­indi Leik­fé­lags Reykja­vík­ur í okk­ar sam­fé­lagi og ástæðu þess að hið op­in­bera ákvað að styðja við það,“ seg­ir hún og vís­ar þar til opna bréfs­ins, þar sem þær Hrafn­hild­ur segja af stofn­un LR árið 1897 og aðdrag­anda þess að ríki og borg ákváðu að veita styrki til LR fyr­ir meira en öld. Styrki sem voru skil­yrt­ir fjölda starf­andi leik­ara.

Seg­ir Birna um hreint rof að ræða milli lista­manna Borg­ar­leik­húss­ins, sem starf húss­ins hverf­ist þó um, og annarra lyk­il­starfs­manna þar. „Á ein­hverj­um tíma­punkti varð þetta rof, ein­hvern tím­ann tók ein­hver ákvörðun um að nú ætti að hækka laun­in hjá skrif­stofu og yf­ir­bygg­ingu, en ekki hjá lista­mönn­um. Við höf­um talað við fyrr­ver­andi starfs­fólk í Borg­ar­leik­hús­inu sem var við störf þegar þetta var ekki svona og það trú­ir ekki sín­um eig­in eyr­um um að þetta sé staðan,“ seg­ir hún frá.

„Þeir aðilar sem sækj­ast eft­ir ábyrgð verða bara að standa und­ir þeirri ábyrgð. Ann­ars verðum við bara að fá ein­hverja aðra í verk­efnið,“ seg­ir Birna Haf­stein, formaður Fé­lags ís­lenskra lista­manna í sviðslist­um og kvik­mynd­um, að lok­um um þann skarða hlut sem þær Hrafn­hild­ur Theo­dórs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri segja lista­fólk Borg­ar­leik­húss­ins bera frá borði sam­an­borið við aðra lyk­il­starfs­menn þar í hús­inu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/01/thau_bara_aetla_ekki_ad_gefa_sig/?fbclid=IwY2xjawIS3jdleHRuA2FlbQIxMQABHYNUG897P6rPyOvDXH8FOadKfiWR52FSIlrtLkw19HjWa6C8UXXDjYLxJg_aem_ki56_abJGMDOcVmOQjzP9w