
Tilkynning vegna tímabundinnar vinnustöðvunar
Samninganefnd Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum - FÍL hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og Leikfélag Reykjavíkur ses. síðan í september um nýjan kjarasamning fyrir leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 25. nóvember sl. og hafa aðilar fundað ítrekað án þess að ásættanleg niðurstaða fengist fyrir listamenn leikhússins.
Viðræður voru lýstar árangurslausar þann 5. mars og á deildarfundi 2. deildar FÍL þann 11. mars var ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um tímabundnar vinnustöðvanir leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur ses. í Borgarleikhúsinu.
Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun og munu því leikarar/dansarar hjá Leikfélagi Reykjavíkur ses. leggja niður störf eftirtalda daga:
Fimmtud. 20. mars kl. 18.30 – 23.00
Föstud. 21. mars kl. 18.30 – 23.00
Laugard. 22. mars kl. 18.30 – 23.00
Sunnud. 23. mars kl. 18.30 – 23.00
Fimmtud. 27. mars kl. 18.30 – 23.00
Laugard. 29. mars kl. 18.30 – 23.00
Sunnud. 30. mars kl. 18.30 – 23.00