Til hamingju með Grímuna!
Gríman var haldin í gær og fylgja hér hamingjuóskir til allra Grímuhafa leikárið 2015- 2016
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands
Stefán Baldursson
Sýning ársins
Njála í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarsson í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikrit ársins
Njála í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikstjóri ársins
Þorleifur Örn Arnarsson fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikari ársins í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason fyrir Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í sviðsetningu Borgarleikhússins
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikari ársins í aukahlutverki
Hjörtur Jóhann Jónsson fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Leikkona ársins í aukahlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Auglýsingu ársins í sviðsetningu Borgarleikhússins
Leikmynd ársins
Ilmur Stefánsdóttir fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Búningar ársins
Sunneva Ása Weisshappel fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Tónlist ársins
Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Hljóðmynd ársins
Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon fyrir Kafla 2: Og himinninn kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Söngvari ársins
Elmar Gilbertsson fyrir Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Dans – og sviðshreyfingar ársins
Erna Ómarsdóttir fyrir Njálu í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins
Dansari ársins
Aðalheiður Halldórsdóttir fyrir Persóna – What a feeling í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Danshöfundur ársins
Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir fyrir The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavik Dance Festival og Tjarnarbíós
Útvarpsverk ársins
Fylgsnið eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á RÚV
Sproti ársins
Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors fyrir Flóð í sviðsetningu Borgarleikhússins
Barnasýning ársins
Vera og vatnið eftir Tinnu Grétarsdóttur, Snædísi Lilju Ingadóttur, Guðnýju Hrund Sigurðardóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur í sviðsetningu Bíbí og blaka