Talía ferðasjóður – lokað fyrir umsóknir
Talía – ferðasjóður hefur nú lokað fyrir umsóknir í bili þar sem sjóðurinn er tæmdur að sinni. Þau félög sem að Talíu standa, Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi og Félag leikskálda og handritshöfunda vinna nú að því að fá til liðs við sjóðinn nýja styrktaraðila svo Talía geti áfram veitt sjálfstæðu sviðslistafólki stuðning.
Ætlunin er að opna aftur fyrir umsóknir um næstu áramót og mögulega fyrr ef vel gengur fjármagna áframhaldandi starfsemi sjóðsins.
Talía ferðasjóður hefur í mörg ár stutt við bakið á fjölmörgum íslenskum sviðslistamönnum sem farið hafa með sýningar víðsvegar um heiminn og leggjum við allt kapp á að svo megi áfram verða þó sjóðurinn sé nú um stundir lokaður fyrir umsóknum.