SÍK samþykkir nýjan samning
Nú hefur nýr samningur um leik í kvikmyndum og sjónvarpi verið borinn undir atkvði félagsmanna í SÍK og var hann samþykktur
Áður hafði samningurinn verið samþykktur samhljóða á félagsfundi FÍL svo að nú hafa báðir aðilar undirgengist að nota þennan nýja samning sem undirritaður var þann 12. nóvember sl. Það er von okkar að samningur þessi verði báðum til heilla og ef spurningar vakna um efnisatriði þá endilega hafið samband við skrifstofu FÍL.
Þetta er á margan hátt ný nálgun og við fyrstu sýn getur þetta virst flókið en endilega látið okkur vita áður en skrifað er undir ráðningarsamninga svo að við getum farið yfir hvort allt er eins og það á að vera.