RDF leitar að listrænum stjórnanda

Stjórn Reykjavík Dance Festival leitar að nýjum listrænum stjórnendum til að stýra hátíðinni 2021 - 2024.

Ráðningartíminn er 1. janúar 2021 - 31. desember 2024. Hægt er að sækja um sem hópur eða sem einstaklingur.

Reykjavík Dance Festival er eina listdanshátíðin á Íslandi og hefur allt frá árinu 2002 stutt við íslenska danshöfunda og átt gríðarstóran þátt í framþróun dansins sem listgreinar hér á landi. Grunnmarkmið hátíðarinnar er að vera hjartsláttur dansmenningar á Íslandi, með því að skapa vettvang og vitund um danslist með fagmennsku og gæði að leiðarljósi.

Listrænn stjórnandi/stjórnendur bera ábyrgð á listrænni sýn hátíðarinnar, fjármögnun, framkvæmd og daglegum rekstri á hátíðinni.

 Leitað er að einstaklingi eða hóp:

  • Með góða þekkingu á dans- og sviðslistasenum bæði hér á landi og í alþjóðlegu samhengi

  • Með MA gráðu eða sambærilega reynslu* á sviði dans- og sviðslista

  • Með reynslu í listrænni stjórnun (e. curating) og/eða framleiðslu á sviði dans- og sviðslista

  • Með góða þekkingu á íslensku og ensku

  • Með þekkingu og reynslu á erlendu og innlendu styrkjakerfi

Yfirmarkmið RDF eru eftirfarandi:

1) Að fjölbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur á hátíðinni, hvað varðar listræna þátttakendur og áhorfendur.

2) Að færa dans og kóreógrafíu út úr leikhúsinu og inn í ólíka menningarheima og samfélög á Íslandi - með það að markmiði að koma íslensku þjóðinni út á dansgólfið, búa til dans, horfa á dans og tala um listformið.

3) Að kynna dansverk og kóreógrafíu eftir fremstu danshöfunda landsins fyrir íslenskum áhorfendum.

4) Að veita íslenskum áhorfendum aðgang að erlendum danshöfundum á heimsmælikvarða og verkum þeirra.

5) Að vinna markvisst að því ár hvert að þróa samtalið á milli íslenska danssamfélagsins og alþjóðlega dansheimsins og þannig veita íslenskum danshöfundum alþjóðlega rödd, sem og tækifæri á erlendri grundu.

Til að sækja um, vinsamlegast sendið inn tveggja blaðsíðna "motivation letter" sem og ferilskrá á netfangið info@reykjavikdancefestival.is í síðasta lagi 4. nóvember 2020.

 Þeim sem verður boðið að halda áfram í ráðningarferlinu verða beðnir um að móta sýn fyrir RDF árið 2021.

Fyrir nánari upplýsingar, má hafa samband við formann stjórnar: asgerdur@reykjavikdancefestival.is

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

http://www.reykjavikdancefestival.com/