Opinn fundur með frambjóðendum
Þriðjudaginn 24. október verður opinn fundur með frambjóðendum allra flokka um menningarmál.
Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói og hefst kl. 20.00
Stjórnandi umræðu verður Hilmar Guðjónsson og seinni part fundar verður opnað fyrir spurningar úr sal.
Það er einlæg von okkar að fagfólk og aðrir áhugasamir mæti og nýti þetta tækifæri til að eiga beint samtal við frambjóðendur og mögulega verðandi þingmenn.
Allir flokkar sem fram bjóða á landsvísu hafa staðfest komu sína og eftirtaldir hafa tilkynnt um þátttakendur; Frá Bjartri framtíð kemur Nichole Leigh Mosty, frá Flokki fólksins kemur Inga Sæland, frá Framsóknarflokki kemur Lárus Sigurður Lárusson, frá Miðflokki kemur Gunnlaugur G. Sverrisson, frá Pírötum kemur Snæbjörn Brynjarsson, frá Samfylkingu Guðmundur Andri Thorsson, frá Sjálfstæðisflokki kemur Herdís Anna Þorvaldsdóttir, frá Viðreisn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og frá VG Kolbeinn Óttarsson Proppé.