Nýr samningur undirritaður
Í gær var skrifað undir nýjan kjarasamning milli Félags íslenskra leikara og Leikfélags Reykjavíkur vegna leikara í Borgarleikhúsinu með fyrirvara um samþykki leikara og stjórnar LR.
Viðræður aðila hafa staðið nánast óslitið síðan í apríl árið 2014 og var eldri samningi tvívegis framlengt. Samningstími er frá 1. febrúar 2015 til 30. september 2016
Síðdegis á morgun, föstudag, verður samningurinn borinn undir leikara til samþykktar