Mentor – viltu taka þátt?

Viltu verða mentor fyrir sviðslistanema?

Sviðslistadeild LHÍ og fagfélög sviðslista með aðkomu sviðslista -stofnana og -samtaka á Íslandi hafa tekið höndum saman um að skapa vettvang fyrir fagumræðu þvert á kynslóðir sviðslistafólks í gegnum Mentor verkefni, einskonar brú á milli skóla og fags. Verkefnið er hugsað sem samtal sviðslistarnema og sviðslistamanns um það sem fyrir ber í faginu og er hugsað báðum aðilum til gagns og innblásturs.

Hvers vegna? 

  • Að byggja brú á milli skóla og fags.
  • Að veita reyndu sviðslistafólki innblástur og nemum stuðning.
  • Að flytja þekkingu á milli kynslóða.

Hvernig byrja ég?

  • Þú skráir þig á lista hjá fagfélaginu þínu með tölvufangi og/eða símanúmeri.
  • Nemi hefur samband við þig og fer þess á leit við þig að þú verðir mentorinn sinn.

EÐA

Þú hefur samband við nema og býður honum til samtals um fagleg málefni.. Þú ert kannski að vinna ákveðið verkefni sem þú værir til í að hleypa nemanda inn í af ýmsum ástæðum ss. þú vilt fá ferska sýn á viðfangsefni, þú þarft aðstoð við verkefni, vilt kynna þér nýjar aðferðir.

  • Þið hittist og komið ykkur saman um hvað þið viljið ræða – hverjar þarfirnar eru og hversu oft þið hittist og hvaða tímabil um ræðir.
  • Gott er að afmarka tímabiliið við ákveðið verkefni eða við eitt skólaár/leikár.
  • Þegar samkomulag hefur náðst biður þú fagfélagið að taka þig út af listanum.

Og hvað svo?

  • Best er að hittast í holdinu á fyrsta fundinum.
  • Þar á eftir geta samtölin verið hvar og hvernig sem er:símafundir, æfingaheimsóknir, skype fundir, kaffihúsafundir, barfundir.
  • Málefnin geta verið stór og smá, mjög hagnýt og tæknileg eða heimspekileg, pólitísk eða mórölsk.
  • Gott er að gera áæltun til lengri tíma.

 Hvað ef?

  • Ef samtalið er ekki að virka fyrir annan aðilann er ekkert mál að hætta. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að vilja binda endi á samband og betra að gera það með skýrum hætti en að halda úti sambandi sem ekki er að virka fyrir annan eða báða aðilana.
  • Mikilvægt er að skilja vel á milli þess sem er faglegt og þess sem er prívat.
  • Ef eitthvað óþægilegt á sér stað sem fer yfir velsæmismörk er gott að láta fagfélag eða skóla vita.

 Ýmislegt praktískt

  • Listi yfir þá sem gefa kost á sér í verkefnið verður að finna á heimasíðu fagfélaganna og heimasíðu sviðslistadeildar LHÍ.
  • Þú getur stofnað til sambands við sviðslistamann/nema úr öðru starfssviði innan sviðslistanna en þú kemur.
  • Engin laun eru greidd í verkefninu hvorki til mentors né nemenda.
  • Fundur verður haldinn í september 2015 þar sem reynslu verkefnisins er miðlað og verkefnið kynnt fyrir nýjum nemendum og áhugasömu sviðslistafólki.

Hverjir standa að verkefninu?

  • Sviðslistadeild LHÍ og Fagfélög sviðslista:

Félag íslenskra leikara,

Félag leikstjóra á Íslandi,

Félag íslenskra listdansara,

Danshöfundafélagið,

Félag leikskálda og handritshöfunda  

Félag leikmynda- og búningahöfunda.

  • Leikfélag Akureyrar, Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, SL, Dansverkstæðið og Íd eru stuðningsaðilar verkefnisins og munu vera gestgjafar árlegra funda sem haldnir verða í verkefninu.