Mentor í sviðslistum

Sviðslistadeild LHÍ og fagfélög sviðslista með aðkomu sviðslista-stofnana og samtaka á Íslandi hafa tekið höndum saman um að skapa vettvang fyrir fagumræðu þvert á kynslóðir sviðslistafólks í gegnum Mentor verkefni, einskonar brú á milli skóla og fags. Verkefnið er hugsað sem samtal sviðslistarnema og sviðslistamanns um það sem fyrir ber í faginu og er hugsað báðum aðilum til gagns og innblásturs.

KYNNINGARFUNDUR UM VERKEFNIÐ VERÐUR HALDINN ÞRIÐJUDAGSVKÖLDIÐ 3.FEBRÚAR KL.20 Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM.

Sviðslistanemar LHÍ, nemar ritlistar í HÍ sem sérhæfa sig í leikritun, íslenskir sviðslistanemar erlendis og sviðslistamenn þvert á sviðslistirnar eru hvattir til þess að mæta og kynna sér verkefnið.

Dagskrá fundarins:

* Steinunn Knútsdóttir deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ kynnir Mentor verkefnið.

* Gunnar Gunnsteinsson segir frá mentor áætlun sem starfrækt var um tveggja ára skeið undir Keðju.

* Sviðslistamaður flytur hugleiðingu.

Leikfélag Akureyrar, Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, SL, Dansverkstæðið og Íd eru stuðningsaðilar verkefnisins og munu vera gestgjafar árlegra funda sem haldnir verða í verkefninu.

Fagfélög sviðslista eru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag íslenskra listdansara, Danshöfundafélagið, Félag leikskálda og handritshöfunda og Félag leikmynda- og búningahöfunda.