Lokaverkefni meistaranema í listkennslu – Opnar málstofur
Þér er boðið á málstofur meistaranema í listkennslu
Meistaranemar í listkennslu kynna lokaverkefni sín í málstofum sem eru opnar öllum og fara fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.
Málstofurnar eru tvo þriðjudaga í röð, 14. og 21. apríl, á milli kl. 13 og 18:30.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Meistaraverkefni listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt. Verkefnin tengjast öll kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.
Viðburðurinn á facebook https://www.facebook.com/events/352230264976827/
Dagskrá
Mynd: Berglind Björgúlfsdóttir, úr meistaraverkefninu Gagn og gaman.
Listaháskóli Íslands / Þverholti 11, 105 Reykjavík / Sími: (+354) 552 400 / lhi@lhi.is