Lokað á skrifstofu FÍL fimmtudaginn 9. mars
Vegna stefnumótunarþings BHM verður skirfstofa FÍL lokuð, fimmtudaginn 9. mars.
Stefnumótunarþing er vettvangur samráðs og stefnumótunar aðildarfélaga bandalagins og eru niðurstöður lagðar fyrir aðalfund BHM til umræðu og afgreiðslu.
Hinn 9. mars nk. efnir BHM til stefnumótunarþings til að endurskoða gildandi stefnu bandalagsins sem er frá árinu 2013. Aðildarfélögum hefur verið sent boð um þátttöku en hvert þeirra hefur rétt til að senda tvo fulltrúa og að auki einn fyrir hvert byrjað hundrað félagsmanna umfram eitthundrað. Miðað við núverandi fjölda félagsmanna má búast við allt að 168 þátttakendum á þinginu. Þingið fer fram í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 í Reykjavík, milli kl. 10:00 og 16:00.
Í stefnu BHM er lýst áherslum og baráttumálum bandalagsins út á við, þ.e. hvaða breytingum bandalagið vill stuðla að er varða kjör, réttindi og starfsumhverfi háskólafólks. Núgildandi stefna skiptist í kafla um menntamál, málefni stúdenta og LÍN, launamál, jafnréttismál og lífeyrismál. Á stefnumótunarþinginu er ætlunin að ræða þróunina í þessum málaflokkum undanfarin ár, hvort hún gefi tilefni til breytinga á stefnunni o.s.frv., en einnig verður rætt um ýmis önnur mál sem núgildandi stefna nær ekki til.