Fundur fólksins 2. og 3. september
Þær verða líflegar og heiðarlegar umræðurnar á FUNDI FÓLKSINS 2. og 3. september n.k þegar ráðamenn hitta þjóðina á samfélags – og stjórnmálahátíð við Norræna húsið.
UM FUND FÓLKSINS:
FUNDUR FÓLKSINS er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál haldin 2. og 3. september 2016 í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og skemmtilegar uppákomur.
Þátttakendur eru um 70 talsins og saman stendur dagskráin meðal annars af atriðum frá:
- Mannvirkjastofnun
- Siðfræðistofnun H.I.
- Fjölmiðlanefnd
- Rödd Náttúrunnar
- Persónuvernd
- Öllum stjórnmálaflokkum
- Helstu fjölmiðlum
- LarsEn Energy Branding
- Neytendasamtökunum
- Rannsóknamiðstöð ferðamála
- STEF, Myndstef, Fjölís, RSÍ, SÍK og IHM
- Bandalagi íslenskra listamanna
Blaðamannafundur verður haldinn mánudaginn 29. ágúst kl 11. Í Norræna húsinu. Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir og kynna sér glæsilega dagskrá hátíðarinnar ásamt því að þiggja léttar veitingar. Ávarp flytja Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Myndbönd
Þorsteinn Guðmundsson leikari og uppistandari gekk til liðs við hátíðina og framleiddi stórskemmtileg myndbönd til að vekja athygli á hátíðinni í ár. Endilega deilið!
Sjá nánar:
YouTube: www.youtube.com/channel/UCPOEdPpz5VvzJqU9lbDWOUA
Heimasíða: www.fundurfólksins.is
Facebook: www.facebook.com/fundurfolksins/
Twitter: www.twitter.com/Ffolksins
Instagram: www.instagram.com/fundurfolksins/