Andlát – Þröstur Guðbjartsson
júlí 20, 2021
Þröstur Guðbjartsson leikari var fæddur árið 1952, hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 17. júlí sl.
Þröstur lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1978 og var hann sjálfstætt starfandi listamaður allan sinn feril sem leikari og leikstjóri hjá ýmsum leikhúsum og leikhópum, m.a. í Borgarleikhúsi, hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Leikhúsi Frú Emilíu ofl. Hlutverk hans eru um 50 talsins, auk hlutverka í kvikmyndum, m.a. Sódóma Reykjavík og Agnesi auk hlutverka í sjónvarpsþáttum svo sem Dagvaktinni og Borgarstjóranum. Leikstjórnarverkefni Þrastar voru fjölmörg um allt land.
Ástvinum Þrastar sendum við innilegar samúðarkveðjur
Stjórn FÍL