Ályktun frá Leikarafélagi Íslands í Þjóðleikhúsinu vegna kjaradeilu leikara og LR

Ályktun stjórnar Leikarafélags Íslands í Þjóðleikhúsinu

Stjórn Leikarafélags Íslands vill með þessari ályktun lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu leikara hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

Ljóst er að leikarar hafa setið eftir í launaþróun undanfarin ár og launakjör endurspegla ekki þá miklu fagmennsku, ábyrgð og álag sem störf okkar krefjast.

Þó að staða okkar í Þjóðleikhúsinu sé í mörgum tilfellum betri, sjáum við skýrt að það er nauðsynlegt að bæta kjör leikara í landinu í heild sinni. Launahækkanir eru nauðsynlegar til að tryggja sjálfbærni starfsgreinarinnar og að hæleikaríkt listafólk geti lifað af sínu starfi. Jafnframt viljum við leggja áherslu á að aukin viðurkenning á álagi og starfsaldri er brýn.

Störf okkar fela oft í sér mikla líkamlega og andlega áreynslu, óreglulegan vinnutíma og stundum langvarandi álagstímabil. Það er sanngjarnt og eðlilegt að launakjör endurspegli þetta álag og þá vinnu sem við leggjum í listsköpun okkar.

Við skorum á stjórn LR að ganga hratt til samninga og tryggja leikurum í Borgarleikhúsinu réttlát kjör.

Reykjavík 6. febrúar 2025

Fyrir hönd stjórnar Leikarafélags Íslands í Þjóðleikhúsinu,

Atli Rafn Sigurðarson
Almar Blær Sigurjónsson
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Ilmur Kristjánsdóttir
Örn Árnason