Áheyrnarprufa FÍL, FLÍ  og leikhúsanna

Prufan fer fram þriðjudaginn 05. janúar 2016 í Þjóðleikhúsinu.  Þátttakendum verður skipt í hópa og fær hver hópur senu sem unnin er með leikstjóra frá kl. 13.00 – 16.00

Prufan sjálf hefst síðan kl. 16.30 og er ætlað að standi í tvær klukkustundir.

Þeir sem vilja syngja ath. Undirleikari verður á staðnum til æfinga frá kl. 12.00 – 13.00   Eingöngu brot úr lagi – ca 1 mín  Þátttakendur þurfa að hafa nótur meðferðis.

Skráning er til og með 13. desember á fil@fil.is   Skilyrði fyrir skráningu er að með fylgi  CV með mynd á EINU A4 blaði – pdf gætið þess að sími og netfang komi fram á CV.   Þátttakendur skulu vera menntaðir leikarar eða leiklistarnemar sem útskrifast vorið 2016.

Leikstjórar sem taka þátt í verkefninu koma frá Borgarleikhúsinu, MAK og Þjóðleikhúsinu

Nánari upplýsingar síðar!