Aðalfundur FÍL 21. janúar 2020

Kæru félagsmenn.

Gleðilegt nýtt og gott ár!

Nú er komið að aðalfundi félagsins en hann verður haldinn þriðjudaginn 21. janúar á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll þar sem við ætlum að eiga góða stund saman.

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks er samfélag listamanna. Kjarnarstarfsemi félagsins er hagsmunagæsla fyrir félagsmenn og starf í þágu sviðslista á Íslandi. Til að svona félag geti þrifist og blómstrað þarf starfsemin að vera í sífelldri endurskoðun svo hægt sé að takast á við, þróast með og mæta breytilegu samfélagi.   Þess vegna þurfum við,  félagsmenn FÍL, að koma saman og fara yfir málin.   Það þarf að horfast í augu við það sem betur má fara en jafnframt að hafa skýra sýn á það sem sameinar okkur með það að markmiði að styðja hvort annað og félagið  í átt að góðu og heilbrigðu starfsumhverfi og bættum kjörum sviðslistafólks.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Kær kveðja - Stjórn FÍL

 

 

AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA LEIKARA

21. janúar 2020 kl. 19.30

Vinnustofa Kjarvals við Austurvöll

 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar; Birna Hafstein, formaður FÍL flytur skýrslu stjórnar - Umræður um skýrslu stjórnar.

 

2. Skýrslur deilda; Formenn deilda gera stuttlega grein fyrir starfsemi og áhersluatriðum.

 

3. Reikningar félagsins. Hjörtur J. Jónsson gjaldkeri FÍL kynnir reikninga. Umræður og spurningar um reikninga, þeir bornir upp til samþykktar

 

 4. Kosning til stjórnar:  Samkvæmt lögum FÍL á að kjósa á þessum aðalfundi

Í embætti formanns og þriggja varamanna til næstu þriggja ára.

Birna Hafstein býður sig fram að nýju sem formaður FÍL.

Varamenn; Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir gefa einnig kost á sér áfram.

Meðstjórnandinn, Oddur Júlíusson, hefur beðist lausnar vegna anna og því er kosið í embætti meðstjóranda til eins árs.

 

Kjörnefnd FÍL skipa Edda Þórarinsdóttir og Þórunn Lárusdóttir og er tillaga þeirra;

Formaður (3 ár); Birna Hafstein

Varmenn stjórnar ( 3 ár); Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Meðstjórnandi (1 ár); Bergþór Pálsson

 

Skv. 35 gr laga FÍL; Hyggist félagsmaður bjóða sig fram til stjórnar eða varastjórnar, skal hann tilkynna það skriflega til skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir aðalfundinn.

 

5. Kosning í nefndir ( laganefnd og kjörnefnd – óskað eftir tilnefningum á fundinum)

 6. Kynning nýrra félagsmanna og látinna félagsmanna minnst. 

 7. Önnur mál