Aðalfundur FÍL 13. febrúar 2017

AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA LEIKARA

 Verður haldinn í IÐNÓ – Gula sal, mánudaginn 13. febrúar kl. 18.00

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf skv. 36. grein laga FÍL.   Stjórn FÍL leggur til að í umræðum fundarins verði kastljósinu beint að hagsmunamálum félagsmanna er varða kvikmyndir og sjónvarp og eins og undanfarin ár  fáum við gesti með hugvekjur.

Félagsgjöld:

Félagar eru minntir á að greiða gjaldfallin félagsgjöld sín fyrir aðalfund, því eins og segir í lögum FÍL, 33. grein eiga menn ekki rétt til fundarsetu fyrr en þeir hafa greitt eða samið um félagsgjöld.

Stjórnarkjör:

Samkvæmt lögum FÍL á að kjósa á þessum aðalfundi um;

Formann félagins og þrjá varamenn stjórnar til næstu þriggja ára.

Í kjörnefnd FÍL sitja;

Edda Þórarinsdóttir, Erling Jóhannesson og Þórunn Lárusdóttir og er tillaga þeirra;

Formaður; Birna Hafstein

Varamenn stjórnar; Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ólafur Darri Ólafsson

ATH í 35 grein laga FÍL segir:

Hyggist félagsmaður bjóða sig fram til stjórnar eða varastjórnar, skal hann tilkynna það skriflega til skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir aðalfundinn.

Við viljum hvetja félagsmenn til að mæta til fundarins og taka þátt í umræðum og leggja þannig sitt af mörkum til að efla félagið, stjórn og starfsmenn.

Sérstakur gestur fundarins verður Kristján Þór Júlíusson mennta og menningarmálaráðherra