Aðalfundur FÍL 1. desember

Ágætu félagsmenn

Aðalfundur félagsins verður haldinn nk. mánudag, 1. desember kl. 20.00 í Iðnó

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf skv. 36. grein laga FÍL

Félagsgjöld:

Félagar eru minntir á að greiða gjaldfallin félagsgjöld sín fyrir aðalfund, því eins og segir í lögum FÍL, 33. grein eiga menn ekki rétt til fundarsetu fyrr en þeir hafa greitt eða samið um félagsgjöld.

Kosning til stjórnar:

Samkvæmt lögum FÍL á að kjósa á þessum aðalfundi í embætti ritara og meðstjórnanda til næstu þriggja ára,

Snorri Freyr Hilmarsson býður sig fram sem ritari.

Helga Vala Helgadóttir býður sig fram sem meðstjórnandi.

Félagslegur endurskoðandi;

Valur Freyr Einarsson

Önnur mál; 

Jón Gnarr félagsmaður í FÍL og fyrrverandi borgarstjóri mun flytja erindi.

Einnig munu tveir aðrir félagsmenn flytja okkur hugleiðingar sínar

ATH í 35 grein laga FÍL segir:

Hyggist félagsmaður bjóða sig fram til stjórnar eða varastjórnar, skal hann tilkynna það skriflega til skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir aðalfundinn.

Við viljum hvetja félagsmenn til að mæta til fundarins og taka þátt í umræðum og atkvæðagreiðslum og leggja þannig sitt af mörkum til að efla félagið, stjórn og starfsmenn.