Forsíða

Í sviðsljósinu

Berglind Halla

Leikari & Söngvari

Helena Jónsdóttir

Dansari

Katrín Halldóra

Leikari & Söngvari

Kristjana Skúladóttir

Leikari & Söngvari

Ragnheiður Ragnarsdóttir

Leikari

Theodór Júlíusson

Leikari

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Dansari & Danshöfundur

Ekki missa af

Þingmál í mars 2025

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019 (óperustarfsemi). Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um sviðslistir í því skyni að kveða á um bætta umgjörð óperustarfsemi á Íslandi. Lagt er til að í lögunum verði m.a. kveðið á um rekstrarfyrirkomulag óperunnar innan Þjóðleikhússins, hlutverk og helstu verkefni, skipun forstöðumanns og fjárhag. Í frumvarpinu verður jafnframt fjallað um framtíðarsýn á frekari sameiningu sviðslistastofnana á vegum ríkisins. - Frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna til eflingar íslenskri menningu og tungu. Með frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skyldubundið menningarframlag innlendra og erlendra streymisveitna sem miðla myndefni til neytenda hér á landi með því að gera kröfu um að tiltekið hlutfall af áskriftartekjum vegna slíkrar miðlunar renni til framleiðslu á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum sem hafa íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.