Við erum stéttar – og fagfélag sviðslistafólks
Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum er stéttar og fagfélag leikara, dansara, söngvara, danshöfunda, leikmynda-og búningahöfunda og listnema í sviðslistum og telur rúmlega 500 félaga.
Meginmarkmið félagsins er gerð kjarasamninga við aðila sem starfa á starfssviði félagsins og að sinna almennri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, á opinberum og almennum markaði.
FÍL er aðili að BHM, Sviðslistasambandi Íslands, Bandalagí íslenskra listamanna, Norræna leikararáðinu - NSR og alþjóðlegum samtökum sviðslistafólks FIA.
Sækja um aðild