Stuðningsyfirlýsing við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest

Stuðningsyfirlýsing við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest

Bandalag íslenskra listamanna og Sviðslistasamband Íslands lýsir yfir stuðningi við nýlegar aðgerðir nemenda og kennara við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest (SZFE).

Boðuð endurskipulagning ungverskra stjórnvalda á skólanum felur í sér að hvorki nemendur, kennarar né annað starfsfólk hefur nokkra aðkomu að stefnumótun og fjármálum skólans, sem setur alvarlegar skorður við sjálfstæði stofnunarinnar og akademískt frelsi.

Við tökum undir áhyggjur nemenda og kennara af sjálfstæði skólans og hvetjum stjórnvöld í Ungverjalandi til að endurskoða ákvörðun sína, enda eru sjálfstæðar mennta- og menningarstofnanir meðal hornsteina lýðræðisins.

 

Statement of Solidarity with the University of Theatre and Film, Budapest

The Federation of Icelandic Artists and Performing Arts Iceland expresses solidarity with the current actions of students and teachers at the University of Theatre and Film, Budapest (SZFE).

The recent restructuring of SZFE’s administration entails that neither students nor academic staff have any direct influence on the university’s matters of policy and finances, which severely undermines the its autonomy and academic freedom.

We share the students’ and teachers’ grave concerns regarding the autonomy of the institution and strongly encourage the Hungarian authorities to reconsider their decision, as autonomous institutions of education and culture are among the foundations of democracy.

 

Sjá umfjöllun; New York Times og BBC